ÍSLENSKA   |   ENGLISH

RVK Soundsystem er hópur 5 plötusnúða og tónlistarmanna, þeirra DJ Elvars, Gnúsa Yones, DJ Kára, Kalla Youze og Arnljóts úr Ojba Rasta. Hópurinn starfar við kynningu reggí tónlistar á Íslandi og er markmiðið að efla senu þessarar tónlistar sem hefur ekki verið sinnt sem skildi hér á landi.

RVK Soundsystem stendur fyrir mánaðarlegum reggí kvöldum á Hemma & Valda, annan laugardag hvers mánaðar, og annan hvern mánuð á Faktorý. Þar sjá liðsmenn RVK Soundsystem um tónlistina og bjóða uppá alla þá litríku flóru sem reggí hefur upp á að bjóða: roots, dancehall og dub ofl.

Á vefsíðu RVK Soundsystem sem opnar von bráðar verður hægt að finna upplýsingar um allt það helsta sem er að gerast í reggí tónlist hér á landi. Þangað til er hægt að fylgjast með á Facebook síðu okkar eða á Twitter og hlusta á syrpurnar okkar á Mixcloud.

Hægt er að hafa samband við RVK Soundsystem í gegnum tölvupóst: rvk(at)soundsystem.is.